Hvaða forrit á að velja?
Stundum er óljóst hvaða forrit hentar best að nota fyrir upptöku eða fjarfund, hvaða forrit eru í boði eða hver er munurinn á milli þeirra.
Á myndinni fyrir neðan hefur verið tekið saman yfirlit yfir algengar útfærslur á upptökum og fjarfundum ásamt þeim forritum sem henta í hverju tilviki.
Athugið að myndbönd á aldrei að setja í skráarsafn námskeiðs, heldur inn í Panopto eða Studio og þaðan í námskeið.
Hugbúnaður | Skjáupptaka | Vefmyndavél | HD Myndavél | Klippingar | Fjarfundur | Streymi/Útsending |
---|---|---|---|---|---|---|
Panopto | * * * | * * * | * * | * * | * * * | |
Canvas Studio | * * * | * * * | * * | |||
Teams | * | * * | * * * | * * * | ||
Zoom | * | * * | * * * | * * * | ||
OBS Studio | * * * | * * * | ||||
Camtasia | * * * | * * * | * * * | |||
Hlaðvarp/Podcast | Á ekki við | Á ekki við | Á ekki við | * * * | Á ekki við | Á ekki við |
Útskýringar
* * * Virkar vel
* * Virkar en til betri kostur
* Hægt en ekki mælt með
*Hlaðvarp /Podcast Fræðsla um notkun hlaðvarpa í kennslu er í boði hjá Kennslumiðstöð kennslumidstod@hi.is.
Ef nota á Panopto til að klippa er betra að setja forritið upp í tölvunni í stað þess að klippa í vafranum.
Sjá einnig Canvas-molann: Hvers konar myndbönd leiða til besta námsárangurs nemenda?