Kennsluáætlun námskeiðs
Athugaðu! Rauður texti á síðum þessarar kennsluáætlunar er ætlaður kennurum til upplýsingar. Honum skal eyða áður en kennsluáætlun er birt nemendum.
Setja upp sniðmát fyrir kennsluáætlun í mínu námskeiði
Myndband sem útskýrir hvernig sniðmátið er sett upp á námskeiðsvef.
Um kennsluáætlun
Kennsluáætlun er stundum lýst sem samningi kennara og nemenda um nám. Hún miðlar upplýsingum, útskýrir reglur, ábyrgð og væntingar í námskeiði. Efnið er sett fram á skýran auðskiljanlegan hátt með nemendann í huga. Kennsluáætlun er venjulega það fyrsta sem kennari kynnir í námskeiði og nemandi skoðar. Hún slær tónninn fyrir námskeiðið og fyrir önnur samskipti í framhaldinu. Í kennsluáætlun er inntaki námskeiðs lýst, tilgangur námskeiðs útskýrður og nemandinn fær upplýsingar um þá færni sem hann mun búa yfir eftir að hafa lokið námskeiðinu (hæfniviðmið). Nánari upplýsingar um innihald kennsluáætlunar er að finna í sniðmátinu.
Þetta sniðmát fyrir kennsluáætlun var unnið í samstarfi við sérfræðinga á sviði kennslufræði. Kennurum er frjálst að breyta því og aðlaga að námskeiði. Sjá einnig Gátlista til að leggja mat á kennsluáætlun í Canvas leiðbeiningum kennara.
Mikilvægt er að gæta að samræmi upplýsinga við kennsluskrá, reglur og viðmið Háskóla Íslands, sjá nánar:
- Gátlisti um jafnrétti í kennslu
- Jafnréttisáætlun (t.d. undir Markmiðum og aðgerðum, hluta 1.3 og 2.3)
- Reglur um sértæk úrræði í námi við Háskóla Íslands
- Um námsskipan, kennslu, kennsluhætti, námsmat, próf o.fl. í 5. kafla í reglum Háskóla Íslands
- Um góða starfshætti við kennslu og próf í Háskóla Íslands
Um námskeiðið
„Fullt heiti námskeiðs“
Kennsluár og misseri - Haust 2021
Fjöldi eininga:
Námsleið:
Námsbraut sem námskeiðið tilheyrir:
Deild:
Fræðasvið:
Hvenær kennt: þriðjudaga og fimmtudaga kl.
Hvar kennt: Háskólatorgi stofu 101
Skoða námskeiðið í kennsluskrá (tengill sem vísar á námskeiðið í kennsluskrá)
Til umhugsunar - Dæmi um efnisatriði
Markmið
Markmið útskýrir tilgang námskeiðs fyrir nemendum og hvers vegna það er mikilvægt.
Hvaða markmið setja nemendur sér á námskeiðinu?
. . .
Inntak námskeiðs
- Hvert er inntak námskeiðsins?
- Hvers vegna er mikilvægt að nemendur læri efni námskeiðsins?
. . .
Upplýsingar um námskeiðið
- Tilurð námskeiðsins. Hvers vegna er námskeiðið kennt?
- Hvar í námsleið er námskeiðið? (grunnnám, meistaranám)
- Hver eru tengsl námskeiðsins við önnur námskeið?
. . .
Forkröfur
- Hverjar eru forkröfur til nemenda (faglegar, aðrar)?
. . .
Kennslusýn og fyrirkomulag kennslu
- Hver er námssýn kennara? Á hvað leggur kennarinn áherslu á í sinni kennslu?
- Hvaða kennsluaðferðir verða notaðar?
- Hvaða væntingar gerir kennari til nemenda?
- Eru einhverjar reglur sem kennari vill leggja áherslu á? (reglur gætu einnig átt heima á síðunni Stefna og reglur)
- Mikilvægt er að kennsluaðferðir taki mið af hæfniviðmiðunum. Hvaða kennsluaðferðir henta best til að hæfniviðmiðum verði náð?
. . .
Þátttaka nemenda
Nákvæm lýsing á því hvernig nemendur eiga að taka þátt í námskeiðinu. Hvers er krafist? Hópvinna, kynningar, tilraunir, vettvangsferðir eða annað.
. . .
ECTS og vinnustundir
Að baki hverri ECTS einingu á að liggja 25-30 klst. vinna nemanda. Inn í þeim tímafjölda er allt meðtalið, s.s. heimavinna, tímasókn, áhorf/hlustun á myndbönd, þátttaka í fjarfundum, samskipti, verkefni og próf.
Með því að fylla út í töfluna áætlaðan fjölda klukkustunda gefurðu nemanda hugmynd um hversu mikil vinna felst í námskeiðinu. Hægt er að notfæra sér reiknivélar á netinu til að áætla vinnuálag t.d. þessa reiknivél fyrir vinnuálag frá Office of Online Education, Wake Forest University
fj. klst. | Vinna í námskeiði |
---|---|
Heimavinna/lestur | |
Tímasókn | |
Fjarfundir | |
Upptökur | |
Hópvinna | |
Samskipti | |
Verkefni | |
Próf | |
Alls |
Hæfniviðmið
Til umhugsunar
Hæfniviðmið tilgreina hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemandi býr yfir að námskeiði loknu.
Hæfilegt er að hafa 5-7 hæfniviðmið í námskeiði. Í hæfniviðmiðum er nemandinn í brennidepli. Sjónarhorninu hefur verið snúið frá því að horfa á hvað kennarinn kennir yfir í það að horfa á hvað nemandinn lærir. Hæfniviðmið vísa til lykilhæfni sem þjálfuð er í námskeiði og segja til um hvaða þekkingu, leikni og hæfni nemendur hafa að loknu námskeiði. Mikilvægt er að námsefni, kennsluaðferðir og námsmat taki mið af hæfniviðmiðunum. Hvaða námsefni og kennsluaðferðir henta best til að viðkomandi hæfniviðmiði verði náð? Hvers konar námsmat þarf til að meta hvort nemandi hafi uppfyllt hæfniviðmið?
- Hæfniviðmið skulu vera hnitmiðuð og auðskiljanleg þannig að ekki fari á milli mála til hvers er ætlast af nemendum.
- Hæfniviðmið þurfa að vera raunhæf, svo að nemendur geti uppfyllt þau m.v. tímaramma námskeiðs.
- Hæfniviðmið þurfa að vera mælanleg. Sjá dæmi um mælanleg hæfniviðmið neðst á þessari síðu. Sagnorð sem notuð eru í hæfniviðmiði þurfa því að lýsa mælanlegri hæfni frekar en minni eða hugarástandi nemanda. Í þeim er tilgreint hvernig nemendur sýna fram á hæfni sína.
- Hæfniviðmið mælir lágmarkshæfni sem nemendur þurfa að búa yfir til að geta lokið námskeiði. Nemandi sem ekki nær hæfniviðmiði getur ekki útskrifast úr námskeiði. Nemandi sem nær lágmarkseinkunn í námskeiði ætti að hafa náð öllum hæfniviðmiðum námskeiðs. Nemandi sem fær hærri einkunn en lágmarkseinkunn hefur gert meira en hæfniviðmið tilgreina.
- Við ritun hæfniviðmiða er gjarnan stuðst við stigveldi Bloom á þekkingarsviðinu og aðgerðasagnir sem þar eru notaðar til að lýsa hæfni nemanda.
- Hæfniviðmið námskeiðs þurfa að vera í samræmi við lokaviðmiðum námsleiðar.
-
Dæmi:
Að loknu námskeiði á nemandi að geta:
- Skipulagt . . .
- Lagt mat á . . .
- Útskýrt . . .
- Endurskapað . . .
- Sett fram fræðilegan rökstuðning fyrir . . .
- Tekið virkan þátt í faglegri umræðu um . . .
- Rökstutt . . .
- Undirbúið . . .
- Sett upp . . .
- Greint á milli . . .
Sjá nánar um gerð hæfniviðmiða .
Að loknu námskeiði á nemanda að geta:
- . . .
- . . .
- . . .
- . . .
- . . .
Kennarar
Til umhugsunar
- Kennir hver kennari tiltekinn efnishluta námskeiðs? Ef svo, kemur það fram?
- Kemur fram hvaða leið kennari óskar eftir að nemendur noti til að hafa samband? Sumir kennarar kjósa t.d. að fá ekki skilaboð frá nemendum í almennum tölvupósti en benda nemendum á að nota skilaboðakerfi Canvas (í litaða borðanum). Með því móti er einfaldara að halda póstum frá nemendum sér.
Dæmi um uppsetningu:
Umsjónarkennari
Nafn og titill
Deild:
Netfang: . . . @hi.is, símanúmer (nánari upplýsingar um hvernig kennari kýs að nemendur hafi samband).
Viðtalstími: . . . . Vinsamlegast pantið tíma.
Skrifstofa:
Heimasíða: (ritaskrá og ferilskrá)
Um kennarann
Stutt samantekt um akademískan bakgrunn eða sérþekkingu.
Annað
Dæmi: „Ég hvet alla til þess að nýta sér viðtalstímana mína. Hvort sem þig vantar útskýringu á tilteknu atriði námsefnisins, hefur áhyggjur af því hvernig þér gengur í námskeiðinu eða hefur ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara, þá vil ég gjarnan sjá þig. Það er betra að tala við mig snemma í námskeiðinu, ef illa gengur, heldur en að bíða þar til á síðustu stundu þegar það er líklega orðið of seint að grípa í taumana.“ (GG)
Aðrir kennarar
Nafn og titill
Deild:
Netfang: . . . @hi.is, símanúmer (nánari upplýsingar um hvernig kennari kýs að nemendur hafi samband).
Viðtalstími: . . . . Vinsamlegast pantið tíma.
Skrifstofa:
Heimasíða: (ritaskrá og ferilskrá)
Um kennarann
Stutt samantekt um akademískan bakgrunn eða sérþekkingu.
Annað
. . .
Upplýsingar um gestakennara
Dæmi: Á hverju skólaári fær kennari a.m.k. tvo gestakennara til að heimsækja námskeiðið. Gestakennarar eru gjarnan úr atvinnulífinu og sérfræðingar á sínu sviði, hverra sérsvið tengjast námsefni námskeiðsins. Athugið að vandasamt getur reynst að fá gestakennara, þessir aðilar eru oft umsetnir og erfitt t.d. að finna tíma sem passar við kennslustundir námskeiðsins. Koma gestakennara verður tilkynnt með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og ætlast er til að nemendur geri sitt ýtrasta að mæta í þessar kennslustundir.
. . .
Námsefni
Til umhugsunar
- Endurspeglar námsefnið það sem talið er mikilvægast innan fræðigreinar?
- Geta nemendur haft áhrif á val námsefnis eða hvaða efni er tekið fyrir í námskeiði?
- Hvað er skyldulesning og hvað er ítarefni?
- Hvaða greinar á að „lúslesa“ og hverjar eru til hraðlesturs?
- Fá nemendur greinarnar í gegnum námskeiðsvefinn í Canvas? Ef ekki, hvar? Greinar sem erfitt er að nálgast er rétt að deila á námskeiðsvefnum.
- Bók: Tilgreina hvaða kaflar í bókinni eru skyldulesning.
- Myndbönd: Hvaða myndbönd, um hvað, hvar aðgengileg? Verða tenglar í myndbönd á viðeigandi stað á námskeiðsvefnum t.d. í viku?
- Er eitthvað sérstakt sem getur komið sér vel fyrir nemendur að vita um efnið?
- Hvers vegna er bókin eða greinin mikilvæg í námskeiðinu?
- Væri betra að setja örstuttar upplýsingar um bækur námskeiðs eða t.d. eina, tvær setningar um innihald einstakra greina?
- Hvar er hægt að nálgast bækur, greinar eða annað, s.s. í námsbókasafni Háskólabókasafns, í bóksölu eða annars staðar?
- Ef nemandi á að kaupa bækur, hvað kosta þær?
- Við val á námsefni er mikilvægt að hafa í huga hvað hentar best til að hæfniviðmiðum verði náð.
Dæmi um uppsetningu
Bækur
Höfundur, ár, titill, útgefandi
Hvar fæst og áætlað verð.
Aðrar upplýsingar um bókina.
Greinar
Höfundur, ár, titill, hvar birt
Aðrar upplýsingar um greinina.
Höfundur, ár, titill, hvar birt
Aðrar upplýsingar um greinina.
Myndbönd
Inngangur / Upplýsingar
. . .
- . . . (nota heiti sem er lýsandi fyrir innihald)
- . . .
Annað
Hér er hægt að vísa til annarra bjarga sem stutt gætu við nám nemenda s.s. heimasíður, myndbönd eða námskeið á netinu, MOOC námskeið.
Dæmi:
Auk ofangreindra bóka verða valdir textar settir inn á námskeiðsvef og þátttakendum bent á ýmis konar lesefni annað, svo og gögn á netinu. Þá eru þátttakendur eindregið hvattir til að benda á áhugavert efni hér (vísa t.d. með tengli á umræðu eða síðu þar sem nemendur geta deilt efni).
- .....
Verkefni og próf
Til umhugsunar
- Í þessum hluta eru upplýsingar um verkefni og próf í námskeiðinu og vægi hvers um sig í lokaeinkunn.
- Verkefnum og prófum er lýst þannig að nemendur geri sér sem best grein fyrir umfangi þeirra og væntingum kennara. Hafa í huga hvað kemur sér vel fyrir nemandann að vita. Lýsing á verkefni eða prófi er síðan ávallt birt í heild sinni í verkefninu/prófinu sjálfu.
- Eiga nemendur val um viðfangsefni?
- Eiga nemendur val um á hvaða formi verkefni er skilað t.d. myndband, munnlegur flutningur eða ritgerð?
- Upplýsingar um námsmat og endurgjöf í verkefnum. Til hvers er horft í námsmatinu? Eru viðmið um námsmat skýr þ.e. eru matskvarðar eða slíkar upplýsingar aðgengilegar nemendum?
- Er námsmat byggt á sjálfs- eða jafningjamati eða er kennari sá eini sem metur frammistöðu nemenda?
- Mega nemendur skila oftar en einu sinni, fá endurgjöf frá kennara og skila aftur?
- Ef verkefni og próf eru birt á námskeiðsvefnum í upphafi námskeiðs er hægt að benda nemendum á að skiladagar komi fram í námskeiðsdagatali.
- Ef verkefni og próf eru ekki birt á námskeiðsvefnum strax í upphafi er rétt að láta áætlaða skiladaga koma fram hér.
- Hugaðu að því að samræmi sé í heitum verkefna og prófa annars vegar í kennsluáætlun og hins vegar þar sem verkefnin/prófin eru sett upp á námskeiðsvefnum.
Dæmi um uppsetningu
Athugaðu reglur um sein skil í hlutanum Stefna og reglur námskeiðs.
Titill verkefnis 20%
Lýsing á verkefni
. . .
Námsmat
. . .
Titill verkefnis 20%
Lýsing á verkefni
. . .
Námsmat
. . .
Titill verkefnis 20%
Lýsing á verkefni
. . .
Námsmat
. . .
Titill verkefnis 20%
Lýsing á verkefni
. . .
Námsmat
. . .
Titill verkefnis 20%
Lýsing á verkefni
. . .
Námsmat
. . .
Tímaáætlun
Til umhugsunar
Ef einingar/vikur (e. modules) námskeiðsins eru skipulagðar út frá tíma á heimasíðu námskeiðs, getur verið óþarfi að hafa tímaáætlun í kennsluáætlun. Það er undir kennara komið að meta.
- Er tímaáætlun námskeiðs skýr?
- Geta nemendur auðveldlega séð hvert verður umfjöllunarefni hvers tíma/viku og hvert þeirra hlutverk er þar?
- Geta nemendur haft áhrif á tímaáætlun?
- Er tímaáætlun og verkefnaskil skipulögð með tilliti til skila nemenda í öðrum námskeiðum?
- Hefur vinnuálag námskeiðs verið metið? Sjá nánar ECTS og vinnustundir.
- Eru slíkar upplýsingar um útreikning á vinnuálagi aðgengilegar nemendum?
Dæmi um uppsetningu sem virkar í snjalltækjum
- 1. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 2. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 3. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 4. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 5. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 6. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 7. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 8. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
- 9. vika - (dagsetningar)
Efni sem tekið er fyrir
Kennari:
xxxx
Lestur:
xxxxx
Verkefni:
xxxxx
Námsmat og einkunnir
Til umhugsunar
Mikilvægt er að námsmat taki mið af hæfniviðmiðunum. Hvers konar námsmat hentar best til að meta hvort viðkomandi hæfniviðmiði verði náð?
Lýsing á því hvernig námsmat fer fram, hvaða viðmið eru notuð, leiðsagnarmat, sjálfsmat, jafningjamat. Hvers konar matskvarðar eru notaðir (rubrics)? Gott að setja inn lýsingu á kvörðum, sýnishorn af uppsetningum, svo allt sé á hreinu. Því betur sem þessu er lýst, því betur átta nemendur sig á hvers er vænst, því færri kvartanir og athugasemdir vegna einkunna. Taka fram ef sein skil hafa áhrif á einkunn. Reglur varðandi sein skil ættu að koma fram í hlutanum stefna og reglur námskeiðs.
Tekur námsmat mið af fjölbreyttum nemendahópi?
. . .
Endurgjöf
Hefur kennari sett sér reglur um endurgjöf (tímasetningu, form og fyrirkomulag)? Hvað líður langur tími frá skiladegi þar til nemandi fær endurgjöf?
. . .
Mæting og þátttaka
Ef mæting er hluti námsmats þarf það að koma fram hér. Hve mikið vægi hefur mæting í lokaeinkunn námskeiðs? Er mætingaskylda í allar kennslustundir eða einungis þar sem tiltekin vinna fer fram? Hvaða afleiðingar hefur það fyrir nemanda að mæta ekki? Hversu oft getur nemandi verið fjarverandi? Dregur hvert skipti niður einkunn? Hvaða áhrif hefur sein mæting, fjarvera eða afsökuð fjarvist á einkunn?
. . .
Stefna og reglur
Til umhugsunar
Mæting, skil á verkefnum, sein skil, reglur námskeiðs, vísun í reglur skóla, ritstuldur, svind, notkun gervigreindar t.d. GPT spjalls, vísa í hjálpargögn fyrir nemendur t.d. í kennsluskrá og á vef Náms- og starfsráðgjafar HÍ.
Um skiladaga og sein skil
Ef nemandi sér fram á að ná ekki að skila á tilsettum tíma . . .
- Eru reglur um skiladaga skýrar?
- Vita nemendur hvernig þeir eiga að bera sig að geti þeir ekki skilað á tilsettum tíma?
- Er dregið frá einkunn fyrir sein skil? (ef já, hversu mikið og hvaða reglur gilda).
- Lækkar einkunn hjá nemanda sem fær sérstakt leyfi kennara til að skila seint?
. . .
Um einkunn og endurgjöf
- Hefur kennari sett sér reglur um endurgjöf (tímasetningu, form og fyrirkomulag)?
- Dæmi: Kennari leitast við að skila nemendum einkunn og endurgjöf innan tveggja vikna frá skilum verkefnis eða próftöku. Athugaðu að í sumum verkefnum er endurgjöf þannig að nemandi þarf að svara kennara, veita endurgjöf á endurgjöfina . . .
. . .
Jafnrétti
- Tekur kennsluáætlun mið af fjölbreyttum nemendahópi?
- Er kynjum gert jafnt undir höfði t.d. í lesefni (ef þess er kostur)?
. . .
Um ráðvendni í námi
Nemandi ber ábyrgð á að kynna sér og skilja Lög, reglur, siðareglur og viðteknar venjur í Háskóla Íslands sem snúa að námi hans og honum sem nemanda. Þar er m.a. fjallað um fagleg og vönduð vinnubrögð við öflun og miðlun þekkingar, ráðvendni í námi og meðferð heimilda í ritsmíðum og verkefnavinnu.
Gervigreind
Upplýsingar um notkun gervigreindar í námskeiði svo sem um siðferðilega notkun gervigreindartóla í verkefnavinnu, hvenær leyfilegt er að nota gervigreind og hvernig skal vísa til hennar eða upplýsa um notkun hennar (ef við á).
- Sjá t.d. gervigreind.hi.isTenglar á ytra svæði..
- Dæmi um texta í kennsluáætlunTenglar á ytra svæði. - Safn textabrota um gervigreind úr kennsluáætlunum ólíkra námskeiða (enska).
- Creating your course policy on AITenglar á ytra svæði. - Teaching Commons, Stanford University.
51. gr. Réttindi og skyldur nemenda og agaviðurlög.
Þung viðurlög eru við hvers konar misferli í prófum, verkefnavinnu og ritgerðasmíð. Sjá nánar: Brot á reglum og agaviðurlög.
Viðvera
Gilda reglur um viðveru og mætingu nemenda? Eru þær skýrar (og sanngjarnar)? Hafa nemendur eitthvað um þær að segja?
. . .
Nemandi vill hætta í námskeiði
Dæmi: Ef þú telur að þú þurfir að hætta í námskeiðinu af einhverjum ástæðum, verður þú að tilkynna það fyrir xxxx (dags). Nemendur sem ekki hafa sagt sig úr námskeiði fyrir tilsettan tíma fá skv. reglum fjarverandi í lokaeinkunn.
. . .
Tæknilegar kröfur
Til að taka þátt í námskeiði er nauðsynlegt að hafa aðgang að tölvu og nettengingu. Mælt er að með að nota Chrome, Firefox eða Edge vafrann fyrir Canvas.
Aðrar tæknilegar kröfur sem kennari vill taka fram.
. . .
Samskipti
Samskipti í nemendahópnum
„Mikilvægt er að koma fram við annað fólk af virðingu og vinsemd eins og kemur fram í siðareglum Háskóla Íslands. Skapa má rými fyrir skoðanaskipti, rökræður og ágreining án þess að samskipti verði niðurlægjandi eða ógnandi. Við Háskóla Íslands er mismunun og kynbundin og kynferðisleg áreitni ekki liðin eins og kemur fram í jafnréttisáætlun Háskóla Íslands. Að niðurlægja, gera grín að, ógna eða ráðast á fólk vegna kyns, kynhneigðar, fötlunar, kynvitundar, uppruna, litarháttar, trúarbragða o.s.frv. er ekki liðið. Slíkt gildir um öll samskipti, bæði bein og rafræn.
Vörumst að styðja við staðalmyndir og setja fólk í fyrir fram ákveðin hólf út frá hópum sem það er talið tilheyra. Spyrjum okkur hvort við myndum koma eins fram ef manneskjan væri ófötluð, af öðru kyni, hefði aðra kynhneigð, ætti sér annan uppruna o.s.frv. Ef við erum óviss um viðbrögð við ákveðnum ummælum getur verið betra að sleppa þeim. Sýnum hvort öðru skilning og virðingu og vinnum saman að því að skapa góða umræðuhefð.“
Tilkynning um áreitni og ofbeldi
Í Uglu eru tilkynningahnappar þar sem annars vegar er hægt að tilkynna um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi og hins vegar um einelti og annað ofbeldi. Þar eru einnig leiðbeiningar um hvert skuli snúa sér vegna annars konar samskiptaörðugleika eða óæskilegrar hegðunar.
Til umhugsunar
Nokkur dæmi um það sem kennari gæti viljað taka fyrir:
Fyrirspurnir nemenda
Kennarar setja oft upp umræðu í námskeiðinu „Almennar fyrirspurnir varðandi námskeiðið“ þar sem kennari svarar spurningum nemenda t.d. tvisvar í viku og nemendum er bent á að þeir megi einnig svara.
Nemendum er bent á að kynna sér vel kennsluáætlun. Í henni finnur nemandi svör við flestum spurningum varðandi námskeiðið.
Fyrirspurnir af persónulegum toga má senda kennara í gegnum skilaboðakerfi Canvas (í litaða borðanum vinstra megin).
. . .
Nemendur stofna hópa og umræður
Í stillingum námskeiðs (neðst undir fleiri kostum) getur kennari leyft nemendum að stofna hópa. Inn á vinnusvæði hóps geta nemendur m.a. safnað gögnum, haft samskipti, umræður og fjarfundi. Athugið að hópar sem nemendur stofna hafa ekki nákvæmlega sömu virkni og þeir sem kennari stofnar. Hópa sem nemendur stofna er t.d. ekki hægt að tengja við hópverkefni.
Í stillingum námskeiðs getur kennari einnig leyft nemendum að stofna umræður í námskeiði.
Leiðbeiningar kennara um hópa.
. . .
Um samskipti á fjarfundum
Hvaða hlutverk hafa nemendur á fjarfundum?
Eru fundir teknir upp?
Framlag nemenda, hópvinna á fjarfundum, kynningar nemenda eða annað.
. . .
Nemendur deila efni
Nemendur deila efni í umræðu
T.d. er hægt að biðja nemendur að deila í umræðu áhugaverðu efni sem tengist námsefni sem verið er að fara yfir eða að deila verkefnum sem þeir hafa skilað í námskeiði (eða segja frá verkefni í umræðu) til að fá endurgjöf frá öðrum nemendum.
Nemendur deila efni á síðu
Hægt er að leyfa nemendum að setja efni á síðu í námskeiði. Í uppsetningu síðunnar er þá valið Kennarar og nemendur við Notendur sem mega breyta þessari síðu.
. . .
Bjargir
Efnið hér fyrir neðan getur kennari látið standa óbreytt eða lagfært og bætt við eins og þarf.
Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands
Nemendaráðgjöf (NHÍ) býður nemendum upp á margs konar þjónustu, námskeið og ráðgjöf. Á vef NHÍ eru einnig ýmsar upplýsingar sem geta nýst nemendum vel, s.s. um námsvenjur, tímastjórnun og námstækni.
Nemandi sem á rétt á úrræðum í námi og prófum, t.d. lengri próftíma, þarf að bóka viðtal hjá ráðgjafa og framvísa greiningu/vottorði frá sérfræðingi. Gerður er skriflegur samningur um úrræði sem standa nemanda til boða. Sjá nánari upplýsingar á síðunni Á ég rétt á aðstoð? Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. okt. á haustmisseri og 1. mars á vormisseri.
Nemandi sem á rétt á lengri próftíma samkvæmt samningi þarf að láta kennara vita tímanlega fyrir hlutapróf/heimapróf sem haldin eru í Canvas.
Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn
Á vegum Háskólabókasafns er margs konar þjónusta í boði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Þar er t.d. hægt að ljósrita eða skanna efni, bóka hópvinnuherbergi, leigja lesherbergi og margt fleira.
Kennarar notfæra sér oft Námsbókasafn nemenda HÍ til að auðvelda aðgang að kennslubókum, ítarefni og greinum á leslista námskeiðs.
Ritver Háskóla Íslands
Ritver Háskóla Íslandsbýður nemendum upp á aðstoð og góð ráð við fræðileg skrif. Hægt er að panta viðtalsfund hjá ritverinu: ritver@hi.is
Upplýsingar um þjónustu í boði (í Uglu)
Í Uglu eru upplýsingar um ýmiss konar þjónustu sem nemendum HÍ stendur til boða m.a. um húsnæði, heilsugæslu, námsaðstöðu, leikskóla og barnagæslu, íþróttaaðstöðu, matsölur og kaffistofur, tungumálanámskeið, sálfræðiráðgjöf o.fl.
Þarftu aðstoð með Canvas?
Hjálparborð Upplýsingatæknisviðs veitir aðstoð vegna Canvas, s. 525 4222, netfang: help@hi.is