FF Jafningjamat (e. Peer Review)

FeedbackFruits

Tilgangur

Jafningjamat er hugsað sem hluti af námsferli nemanda en oftast ekki sem hluti af námsmati og lokaeinkunn. Tilgangur jafningjamats er að nemendur hjálpi hver öðrum að við að ná betri árangri frekar en að mat nemenda gildi til einkunnar. Nemandi ígrundar verk samnemanda út frá forsendum sem kennari gefur t.d. í matskvarða og fær innsýn í það hvernig hans eigið verk er metið af samnemendum. Með jafningjamati dýpkar skilningur nemenda á viðmiðum verkefnisins, þau sjá fleiri sjónarhorn og túlkanir á þeim og geta lært af því til að bæta eigið verkefni. Jafningjamat er góður undanfari að lokaskilum á verkefni sem kennari metur.

Mikilvægt er að útskýra vel fyrir nemendum út á hvað jafningjamatið gengur, hvað skuli meta og hvernig og ræða um viðmið varðandi samskipti, s.s. að nefna hvað þyki gott áður en nefnt er hvað mætti laga eða bæta. Enn fremur að útskýra muninn á endurgjöf og einkunnagjöf. Einkunnagjöf er til að meta/dæma verkefni út frá kvarða s.s. 0-10 og hefur yfirleitt vægi í lokaeinkunn. Markmiðið með endurgjöf er hins vegar að gefa nemanda tækifæri til að bæta frammistöðu sína.

Leiðbeiningar kennara

    1. Kynntu þér tólið:
      Peer Review: Overview Links to an external site..
      Peer Review: For Teachers Links to an external site..
    2. Stofnaðu verkefnið:
      FeedbackFruits verkefni stofnað í Canvas.

    3. Opnaðu verkefnið þitt, farðu í Breyta, settu inn dagsetingar og veldu aðra möguleika sem henta verkefninu með hliðsjón af leiðbeiningum FeedbackFruits:
      Instructions: Setting Up Links to an external site..

Nemendur

Í leiðbeiningum FeedbackFruits fyrir nemendur getur kennari kynnt sér hvernig tólið virkar frá þeirra sjónarhorni. Einnig er upplagt að benda nemendum á þessar leiðbeiningar.

Einstaklings- eða hópverkefni
Valmöguleikar í uppsetningu

Skil á verkefni
(students work)

Jafningjamat
(review)

Skýring á virkni

Einstaklings Einstaklings Sérhver nemandi metur annan nemanda (einn, fleiri eða alla) innan og/eða utan síns hóps.
Einstaklings Innan hópa Sérhver nemandi metur eigin hópmeðlimi (einn, fleiri eða alla) - Hentar til að láta nemendur meta vinnuframlag eigin hópmeðlima.
Einstaklings Utan eigin hóps Sérhver nemandi metur annan nemanda (einn, fleiri eða alla) sem er ekki í þeirra hópi. 
Sem hópur Einstaklings

Sérhver nemandi metur aðra hópa en sinn eigin (hér er hópurinn metinn sem heild). Ef sjálfsmat er virkjað metur hann vinnu eigin hóps sem heildar.

Sem hópur Sem hópur Sérhver nemandi innan sama hóps metur annan hóp sem heild. Nemendurnir meta allir sama hópinn. Ef sjálfsmat er virkjað metur hann vinnu eigin hóps sem heildar.