Einkunnabók námskeiðs
EFNISYFIRLIT
- Yfirlit einkunnabókar (ens)
- Um möguleika einkunnabókar
- Að birta eða fela einkunnir
- Sýnileiki lokaeinkunnar
- Hnekking lokaeinkunnar
- Gefa þeim 0 sem ekki skila
- Litir og tákn einkunnabókar
- Skilaboð frá einkunnabók
- Út- og innflutningur í einkunnabók
- Frágangur einkunnabókar og skráning lokaeinkunna í Uglu
Í myndbandinu er farið yfir helstu möguleika einkunnabókarinnar s.s. að nota síur (filters) til að skoða tiltekna hluta einkunnabókar, gefa einkunn og hvernig verkefni er undanskilið hjá nemanda og á ekki að gilda í lokaeinkunn.
Sjá einnig nánari leiðbeiningar um einkunnabókina hjá Instructure Links to an external site..
Myndbandið er úr Canvas-mola sem sendur var kennurum. Í því er farið í eftirfarandi: Leit í einkunnabókinni, breikka dálka og færa, senda skilaboð til nemanda, einkunnasaga og einkunnabók nemanda, nota síur, dálkur fyrir athugasemdir, sein skil, undanþegið, einkunnabirtingarstefna.
Smelltu á örina neðst í myndbandinu til að sjá og fara á milli kafla.
Að birta eða fela einkunnir
Einkunnir verkefnis birtar
- Farðu í einkunnabók, Einkunnir í valmynd námskeiðs.
- Finndu verkefnið og smelltu á þrípunktinn efst á dálkinum.
- Smelltu á Birta einkunnir og samþykktu í panelnum hægra megin.
Einkunnir faldar á meðan gefið er fyrir
Sjálfvalin stilling einkunnabókar er þannig að einkunnir verkefnis/prófs eru faldar þar til kennari birtir þær. Þetta er hægt að sannreyna með því að skoða stillingar einkunnabókar.
Eru einkunnir örugglega faldar?
- Farðu í einkunnabók, Einkunnir í valmynd námskeiðs.
- Smelltu á tannhjól í efra hægra horni.
- Veldu flipann Einkunnabirtingarstefnu.
- Þar á að vera merkt við Birta einkunnir handvirkt sem þýðir að einkunnir verkefnis eru faldar þar til kennari birtir þær handvirkt.
Sýnileiki lokaeinkunnar
Um lokaeinkunn
Lokaeinkunn námskeiðs er birt í einkunnabók sem hlutfall og námunduð í heilan og hálfan á skalanum 0-10.
Að fela lokaeinkunn námskeiðs
Oft hentar að hafa lokaeinkunn falda á meðan námskeið stendur yfir og birta einungis í lokin þegar allar einkunnir eru klárar.
- Farðu í einkunnabók, Einkunnir í leiðarstýringu.
- Smelltu á tannhjólið í efra hægra horni.
- Veldu flipann Skoða valkosti.
- Merktu við Fela heildar dálkinn.og smellið á Virkja stillingar.
Hnekking lokaeinkunnar
Til að breyta lokaeinkunn nemanda eins og hún reiknast í einkunnabók Canvas s.s. ef nemandi nær ekki lokaprófi eða einstökum einkunnaþáttum sem er krafist, þarf að nota hnekkingu lokaeinkunnar. Sjá nánar um hnekkingu í Frágangi einkunnabókar í hlutanum Hvað ef nemandi náði ekki öllum námsmatsþáttum?
Gefa þeim sem ekki hafa skilað 0
Gefa nemendum 0 fyrir verkefni þar sem vantar einkunn
Hægt er að gefa öllum nemendum í einu 0 fyrir verkefni. Þegar nemanda er síðar gefin einkunn fyrir verkefnið yfirskrifast núllið. Þessi leið hentar t.d. þegar einkunnabókin á að fella niður lægstu einkunn nemanda fyrir tiltekin verkefni.
- Farðu í einkunnabók, einkunnir í valmynd námskeiðs.
- Smelltu á þrípunktinn efst í dálki verkefnisins og veljið Skilgreina sjálfgilda einkunn.
- Skráðu 0 í reitinn og smelltu á Skilgreina sjálfgilda einkunn. Núll er sett hjá þeim nemendum sem ekki hafa fengið einkunn fyrir verkefnið.
Vanskilastefna stillt í upphafi námskeiðs
Með því að stilla einkunnabók í upphafi námskeiðs þannig að nemandi sem ekki skilar verkefni fái sjálfkrafa 0 er hægt að komast hjá því að gefa núllið handvirkt.
- Farðu í einkunnabók, einkunnir í valmynd námskeiðs.
- Smelltu á tannhjólið í efra hægra horni
- Merktu við Skrá sjálfkrafa einkunn fyrir skil sem vantar og setjið 0 í reitinn fyrir neðan (sbr. mynd).
- Smelltu á Uppfæra.
Litir og tákn einkunnabókar
Upplýsingar um tákn og liti í reitum einkunnabókar
Tákn einkunnabókar sem tilheyra Canvas: How do I use the icons and colors in the New Gradebook?
Tákn frá Turnitin
Þegar verkefni er tengt við ritskimunarforritið Turnitin birtist hlutfall samsvörunar í texta nemenda sem litir í einkunnabók. Önnur tákn geta líka birst s.s. upphrópunarmerki þegar skrá nemanda er ekki studd af Turnitin. Turnitin | Hvað tákna litirnir í ferhyrningunum? Stundaklukkan? Upphrópunarmerkið?
Skilaboð frá einkunnabók
Hægt er að senda fyrirfram skilgreindum hópi nemenda skilaboð úr einkunnabókinni. Farið er í þrípunktinn efst í dálki prófs/verkefnis og valið Skilaboð til nemenda sem. Hægt er að velja úr hópunum:
- Hefur enn ekki skilað
- Hefur ekki verið metið
- Lægri einkunn en
- Hærri einkunn en
Upp koma nöfn þeirra nemenda sem tilheyra hópnum t.d. þeirra sem hafa enn ekki skilað verkefni. Mögulegt er að fjarlægja einstök nöfn t.d. ef nemandi hefur fengið frest eða þarf ekki að skila verkefni.
Út- og innflutningur í einkunnabók
Einkunnabók Canvas býður upp á að flytja inn einkunnir með CSV skrá. Best er að byrja á að stofna verkefni í Canvas sem á að taka við einkunnum sem á að flytja inn, verkefnið eignast við það dálk í einkunnabókinni. Einkunnabókin er því næst flutt út. Einkunnabókin hleðst niður í tölvu sem CSV skrá. Skrána þarf að flytja inn í töflureikni (Excel, Libre Office), þar sem einkunnir eru skráðar eða gerðar þær breytingar sem þörf krefur. Skrána þarf að vista sem CSV skrá (velja CSV UTF-8 (Comma delimited)(*csv) við Save as type). Skráin er að lokum flutt inn í einkunnabókina.
Ekki skiptir máli þó Excel setji semíkommur í stað komma á milli dálka. Best er að vera með nýja útgáfu af Excel þar sem vandamál geta fylgt því að flytja inn í Canvas CSV skrár úr eldri útgáfum.
Í myndbandinu er sýnt:
- Hvernig einkunnabókin er flutt út (hlaðið niður),
- hvernig CSV skráin sem hleðst niður er flutt inn í Excel (ekki dugar að opna CSV skrána í Excel),
- hvernig skráin er vistuð sem CSV skrá,
- og hvernig CSV skráin er flutt inn í einkunnabókina.
Smellið á örina neðst fyrir miðju í myndbandinu til að sjá efnisyfirlit og fara á milli efnishluta.