8. Hvar gef ég einkunn og endurgjöf?
VERKEFNI
- Gefðu prófunarnemandanum einkunn og endurgjöf fyrir verkefnið sem hann skilaði.
- Farðu aftur í nemandasýn og skoðaðu einkunn og endurgjöf fyrir verkefnið sem prófunarnemandi. Farðu úr nemandasýn.
Athugið að einkunn nemanda birtist um leið og kennari vistar. Hægt er að fela einkunnir bæði fyrir einstök verkefni á meðan gefið er fyrir eða að stilla einkunnabók námskeiðs þannig að einkunnir séu ávallt faldar fyrir öll verkefni þar til kennari birtir einkunnir verkefnis. Sýnileiki endurgjafar eða athugasemda í skjali nemanda helst í hendur við sýnileika einkunnar. Sjá Einkunnir faldar í Einkunnabók námskeiðs - Áríðandi grunnatriði í Canvas-leiðbeiningum kennara.